- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Á jafnréttistorgi miðvikudaginn 28. október fjallar Ingibjörg Þórðardóttir félagsráðgjafi um birtingarmyndir þess ofbeldis sem gerendur sjálfir segja frá, skýringar þeirra á ofbeldinu og mögulegar leiðir til að koma í veg fyrir endurtekið ofbeldi. Þá verður einnig sagt frá reynslu gerenda af ofbeldi í æsku og að lokum boðið uppá stuttar umræður. Jafnréttistorgið er í samstarfi Jafnréttisstofu og HA og er öllum opið.
Ingibjörg Þórðardóttir lauk BA prófi auk starfsréttinda í félagsráðgjöf árið 2007 og lauk rannsóknartengdu meistaranámi árið 2014. Ingibjörg hefur starfað með þolendum ofbeldis hjá Stígamótum, Kvennaathvarfinu og nú hjá Aflinu á Akureyri. Þar að auki rekur Ingibjörg félagsráðgjafastofuna Hugrekki sem sérhæfir sig í þjónustu við þolendur ofbeldis og aðstandendur þeirra. Ingibjörg hefur bæði unnið við ráðgjöf og einnig fræðslu og forvarnir um heimilis- og kynferðisofeldi.
Jafnréttistorgið hefst kl. 12.00 í stofu M102 Sólborg.