Ofbeldi, vanræksla og ill meðferð

Símenntun Háskólans á Akureyri býður upp á námskeið á meistarastigi um ofbeldi, vanrækslu og illa meðferð; einkenni, afleiðingar, forvarnir og meðferð. Námið hentar þeim sem starfa við heilbrigðisþjónustu, félagsþjónustu, skólakerfið, löggæslu, dómskerfið og sjálfstætt starfandi aðila sem vinna með fólki, einnig þeim sem hafa áhuga á að starfa á þeim vettvangi.Námskeiðið er opið 5 ECTS eininga námskeið á meistarastigi. Einstaklingar sem vilja fá það metið til skulu skila verkefnum og hafa háskólagráðu.

Námslýsing: Viðfangsefni þessa námskeiðs er að kynna ofbeldi, vanrækslu og illa meðferð; einkenni, afleiðingar, forvarnir og meðferð. Nemendur kynnast helstu þáttum varðandi áfallastreituröskun, forvarnir, afleiðingar ofbeldis og vanrækslu, helstu þáttum varðandi jafnrétti, ofbeldi í nánum samböndum, meðferð fyrir þolendur og gerendur ofbeldis.

Kennsludagar: Fim. 12. kl. 13:00-16:00 og fös. 13. apríl kl. 9:00-16:00: Kynning, áfallastreituröskun og meðferð, einkenni og afleiðingar ofbeldis og vanrækslu, áhrif ofbeldis á heilsufar og líðan og tengsl við sál- og taugaónæmisfræði, ofbeldi og jafnrétti.
Fim. 10. kl. 13:00-16:00 og fös. 11. maí kl. 9:00-16:00: Mismunandi birtingarmyndir ofbeldis, jaðarhópar, dómar í kynferðisbrotum, sérhæfð meðferð fyrir þolendur og gerendur ofbeldis.

Umsjónarkennari: Sigrún Sigurðardóttir, M.S., Ph.D.nemi í lýðheilsu við HÍ. Netfang: sigrunsiggaboga@simnet.is
 
Aðrir kennarar: Sérfræðingar og fagaðilar sem hafa reynslu af því að starfa að slíkum málum.

Kennslustaður:
Háskólinn á Akureyri – Sólborg
Verð: 43.500 kr.

Frekari upplýsingar og skráning hér