- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Fundurinn er haldinn á vegum nefndar sem skipuð er af félagsmálaráðherra og hefur það að markmiði að skipuleggja þverpólitískar aðgerðir til að jafna hlut kynjanna við næstu alþingiskosningar.
Markmið fundarins er að efla umræðu um mikilvægi þátttöku kvenna í stjórnmálum. Á fundinum munu fyrrverandi og núverandi alþingiskonur miðla af reynslu sinni af setu á þingi. Framsögukonur verða Guðrún Agnarsdóttir, Guðrún Helgadóttir, Ingibjörg Pálmadóttir, Margrét Frímannsdóttir og Sólveig Pétursdóttir. Fundarstjóri verður Sigríður Árnadóttir, fyrrverandi fréttamaður.
Fundurinn er öllum opinn og er aðgangur ókeypis.
Athygli er vakin á því að einnig verður hægt að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu á vef félagsmálaráðuneytisins.