- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
UN Women á Íslandi, Festa og Samtök Atvinnulífsins (SA), í samstarfi við Jafnréttisstofu, bjóða til opinnar ráðstefnu þann 27. maí næstkomandi um stöðu og þróun jafnréttismála á atvinnumarkaði undir yfirskriftinni “Aukið jafnrétti – aukin hagsæld”. Ráðstefnan verður haldin á Hilton Reykjavík Nordica.
Á ráðstefnunni verður fjallað um mikilvægi þess að fyrirtæki setji jafnréttismál á oddinn út frá viðskiptalegum forsendum og samfélagsábyrgð. Rætt verður um mikilvægi þess að hafa blandaðar stjórnir og stjórnendur í fyrirtækjum bæði út frá jafnréttissjónarmiðum og af þeirri einföldu ástæðu að teknar eru betri ákvarðanir fyrirtækjum til heilla. Jafnframt verður rætt um Jafnréttissáttmála UN Women og UN Global Compact (WEP), stefnu og innleiðingu. Hluti af aðgangseyri á ráðstefnuna rennur til UN Women í þágu valdeflingar kvenna á atvinnumarkaði.
Skráning fer fram á www.sa.is