- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Árleg ráðstefna evrópskra kvenlögfræðinga (EWLA) verður haldin í Þjóðmenningarhúsinu í Reykjavík 3. og 4. júlí næstkomandi.
Þema ráðstefnunnar í ár er Mannréttindi og fjármálamarkaðir og aðalfyrirlesari er Eva Joly norsk/franski dómarinn sem íslensk stjórnvöld hafa fengið sem ráðgjafa.EWLA er samstarfsvettvangur kvenlögfræðinga í Evrópu en markmið samtakanna er að hafa áhrif á löggjöf og stjórnmál í aðildarríkjum Evrópusambandsins og EES ríkjunum frá sjónarhóli jafnréttis kynjanna. Aðild að EWLA eiga samtök kvenna í lögmennsku, félög lögfræðinga, lögfræðingar og laganemar.
Á ráðstefnunni mun Einar Már Guðmundsson, rithöfundur fjalla um íslenska hrunið.
Ráðuneytisstjórar, hæstarréttarlögmenn, prófessorar, rithöfundar og fleiri fjalla um ýmsa vinkla mannréttinda og fjármálamarkaða siðferði í fyrirtækjum, áhættustýringu í efnahagshruninu, fjölskyldur í kreppu, kynferðislegt ofbeldi og jafnréttismál á örlagaríkum tímum.
Frekari upplýsingar um ráðstefnuna, dagskrá og skráningareyðublað er að finna hér.