- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Svíar sem nú fara með formennsku í ESB standa fyrir ráðstefnu þar sem fjallað verður um mikilvægi jafnréttismála þegar kemur að sjálfbærri efnahagsþróun innan Evrópusambandsins á komandi árum.Um þessar mundir fer fram endurskoðun á Lissabon áætluninni sem er ætlað að koma á sjálfbærri þróun og tryggja atvinnu í Evrópu. Aðildarríkin hafa komið sér saman um að ná markmiðum sáttmálans árið 2010 en breið samstaða er meðal ríkjanna um að stuðla að samvinnu hvað varðar sjálfbæra efnahagsþróun eftir 2010.
Svíar sem nú fara með formennsku í ESB standa fyrir ráðstefnu þar sem fjallað verður um mikilvægi jafnréttismála þegar kemur að sjálfbærri efnahagsþróun innan Evrópusambandsins á næstu árum.
Á ráðstefnunni verður fjallað um mikilvægi jafnréttismála þegar kemur að sjálfbærri efnahagsþróun innan Evrópusambandsins á næstu árum. Það hefur sýnt sig í mörgum löndum að tengsl eru á milli efnahagsvaxtar og aukinnar atvinnuþátttöku kvenna og karla. Eftir því sem atvinnuþátttaka kvenna er meiri hækkar atvinnuþátttaka almennt en jafnrétti kynjanna hefur á sama hátt áhrif á jákvæðara og réttlátara efnahagslíf. Á ráðstefnunni verða þessi tengsl útskýrð og hvaða aðgerða er þörf í stefnumálum um kynjajafnrétti til að skapa víðtæk jákvæð áhrif í efnahagslífinu. Einnig verður rætt um hvernig hægt er að fyrirbyggja bakslag hvað varðar kynjajafnrétti í því efnahagshruni sem nú ríkir.
Á ráðstefnunni verður einnig kynnt rannsókn um hlutverk kynjajafnréttisstefnu í efnahagslegri þróun og aukinni atvinnu í aðildarríkjum Evrópusambandsins.
Nánari upplýsingar um ráðstefnuna er að finna hér.