- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Ráðstefnan Kyn og völd fór fram í Reykjavík 18.-19. nóvember síðastliðinn. Þátttaka á ráðstefnunni var mjög góð en ráðstefnugestir voru á þriðja hundrað og komu frá öllum Norðurlöndunum. Kyn og völd er fyrsta verkefnið þar sem valdastöður í stjórnmálum og atvinnulífi í norrænu ríkjunum og sjálfstjórnarsvæðum eru kortlagðar og bornar saman en tuttugu fræðimenn hafa rannsakað þróunina á undanförnum 15 árum og lagt mat á aðgerðir sem gripið hefur verið til í jafnréttismálum.
Norræna kvenna- og kynjarannsóknastofnunin, NIKK, sá um framkvæmd rannsóknarinnar að beiðni Norrænu ráðherranefndarinnar. Auður Styrkársdóttir,stjórnmálafræðingur og forstöðumaður Kvennasögusafns Íslands
og Guðbjörg Linda Rafnsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands unnu að rannsókninni fyrir Íslands hönd.
Niðurstöður verkefnisins voru kynntar á ráðstefnunni en í ljós kom að aukin áhersla á jafnrétti og þrýstingur frá
kvennahreyfingunni hafa ráðið úrslitum um að konum hefur fjölgað í stjórnmálum á Norðurlöndum undanfarin 15 ár. Í atvinnulífinu ráða karlar þó lögum og lofum enn sem fyrr.
Fyrirlestrar og glærur frá ráðstefnunni eru aðgengilegar hér.
Það má nálgast myndbandsupptöku frá ráðstefnunni hér.