- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Fimmtudaginn 7. júní
Hádegisfundur á Akureyri um alþjóðlega kvenréttindabaráttu
Borgum v/ Norðurslóð
Kl. 12:00 - 13:00
Kvenréttindafélag Íslands heldur hádegisverðarfund á Akureyri með Rosy Weiss í samvinnu við Jafnréttisstofu, Akureyrarbæ og Háskólann á Akureyri.
Á fundinum mun Rosy Weiss kynna IAW, starfsemi þess og stefnu. Einnig munu Þorbjörg Inga Jónsdóttir, formaður KRFÍ flytja erindi um alþjóðastarf KRFÍ og Margrét María Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu fjallar um stöðu jafnréttismála. Fundarstjóri verður Katrín Björg Ríkarðsdóttir, framkvæmdastjóri samfélags- og mannréttindadeildar Akureyrarbæjar.
Fundurinn er opinn öllum og boðið verður upp á súpu og brauð.
Föstudaginn 8. júní
Alþjóðleg ráðstefna Kvenréttindafélags Íslands
Grand Hótel
Kl. 13:00 - 16:00
Kvenréttindafélag Íslands stendur fyrir alþjóðlegri ráðstefnu á Grand Hótel föstudaginn 8. júní kl. 13:-16:00. Ráðstefnan, sem fer fram á ensku, ber yfirskriftina A Place for Prostitution? Gender Equality and Respect in Modern Societies eða Fara vændi og virðing saman í jafnréttisþjóðfélagi?
Fjórir gestir taka þátt í pallborðsumræðum og er ráðstefnan öllum opin og ókeypis.
Nánari dagskrá er að finna á netsíðu Kvenréttindafélags Íslands.