Rosy Weiss heimsækir jafnréttisstofu

Fimmtudaginn 7. júní var Rosy Weiss forseti alþjóðlegu baráttusamtakanna: International Alliance of Women (IAW) með erindi á hádegisfundi Kvenréttindafélags Íslands, Jafnréttisstofu, Akureyrarbæ og HA. 

Katrín Björk Ríkharðsdóttir (AK), Svala Jónsdóttir (JS), Þorbjörg Inga Jónsdóttir (KRFÍ),
Margrét María Sigurðardóttir (JS), Rosy Weiss, Halldóra Traustadóttir (KRFÍ), Hjálmar G. Sigmarsson (JS)
og Hugrún R. Hjaltadóttir (JS).


Rosy Weiss greindi stuttlega frá tilurð IAW, tengsl Íslands við samtökin og hvernig alþjóðlegt starf samtakana hefur þróast á rúmlega hundrað ára skeiði þess. Í kjölfarið voru Þorbjörg Inga Jónsdóttir, formaður KRFÍ og Margrét María Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu með stutt erindi sem vörpuðu ljósi á stöðu jafnréttismála á Íslandi. Nánari upplýsingar um IAW er að finna á heimasíðu þeirra.