- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Sjötta útgáfa herferðarinnar Sjúkást er farin í loftið en fyrsta herferðin fór af stað árið 2018. Sjúkást er forvarnarverkefni á vegum Stígamóta um ofbeldi í nánum samböndum ungmenna.
Markmiðið með Sjúkást verkefninu er að fræða ungmenni um mörk og samþykki með það að leiðarljósi að útrýma kynbundnu ofbeldi í íslensku samfélagi. Áhersla hefur frá upphafi verið lögð á að hjálpa ungmennum að þekkja muninn á heilbrigðum, óheilbrigðum og ofbeldisfullum samböndum, sem og að ungt fólk sé fært um að taka ábyrga afstöðu til kynlífs og kláms.
Í ár er áherslan á jafnvægi í samskiptum og hafa Stígamót útbúið gagnvirkt vegasalt á heimasíðu sinn þar sem ungmenni geta mátað sig og sín sambönd og samskipti.
Nánari upplýsingar um verkefnið Sjúkást má finna á heimasíðu Stígamóta