Skólarnir gegna lykilhlutverki

Mikilvægt er að skólayfirvöld og skólastjórnendur séu vel upplýstir varðandi tilgang jafnréttisstarfs í skólum. Það eru þeir sem bera ábyrgð á því að farið sé að lögum og jafnréttisstarf og jafnréttisfræðsla innleidd í allt skólastarf. Í haust hefur Jafnréttisstofa boðið starfsfólki leik- og grunnskóla á Akureyri, í Kópavogi og Garðabæ upp á námskeið með það að markmiði að efla kynjafræðilegan grunn kennara og skapa umræðu í skólunum um jafnréttismál.
Námskeiðin hafa tekist mjög vel og þátttakendur verið allt frá 30 upp í rúmlega 300 manns. Á námskeiðunum hefur verið fjallað sérstaklega um ákvæði laga og námskráa um jafnrétti kynjanna, staðalmyndir kynjanna og jafnréttisáætlanir auk þess sem kennarar með reynslu af jafnréttisfræðslu í grunn- og framhaldsskólum hafa ýmist verið með erindi eða málstofur þar sem þeir fjalla um jafnréttisfræðslu. Þessir kennarar eiga það flestir sameiginlegt að hafa tekið þátt í þróunarverkefninu Jafnréttisfræðsla í leik- og grunnskólum og fengið viðurkenningar sinna sveitarfélaga fyrir framúrskarandi jafnréttisverkefni.
 
Fréttir af jafnréttisstarfi í skólum, jafnréttisverkefni, fræðslu og kennsluleiðbeiningar má nálgast á heimasíðu verkefnisins www.jafnrettiiskolum.is.


Jafnréttisfulltrúi Mennta- og menningarmálaráðuneytis
Jóna Pálsdóttir, jafnréttisfulltrúi mennta- og menningarmálaráðuneytis

Unnur og Sigurbjörg kennarar í Vogaskóla 
Sigurbjörg Hallgrímsdóttir og Unnur Gunnarsdóttir, kennarar í Vogaskóla

Málstofa í Kópavogi
Málstofa í Kópavogi: Gerð jafnréttisáætlana í skólum


Gospelkór í Garðabæ
Gospelsöngur í fundarhléi í Garðabæ