- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Jafnréttisstofa vekur athygli sveitarstjórna á ákvæði laga nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla sem lúta að skyldum sveitarfélaga.
Eftirfarandi ákvæði eiga sérstaklega við sveitarfélögin:
• 12. gr. laganna kveður á um að skipa skuli jafnréttisnefndir sem fjalla um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla innan viðkomandi sveitarfélags. Skulu nefndirnar m.a. hafa umsjón með gerð jafnréttisáætlana til fjögurra ára sem leggja skal fram til samþykktar í viðkomandi sveitarstjórn eigi síðar en ári eftir sveitarstjórnarkosningar.
• 15. gr. laganna kveður á um að þess skuli gætt við skipan í nefndir, ráð og stjórnir að hlutfall kynjanna sé sem jafnast og ekki minna en 40% þegar um fleiri en þrjá fulltrúa er að ræða.
Jafnréttisstofa hefur sent öllum sveitarfélögum bréf og minnt á þessar skyldur.
Auk þess er í bréfinu vakin athygli á því að haldnir eru samráðsfundir sveitarfélaga um jafnréttismál hvert haust. Næsti fundur verður í Mosfellsbæ 20. september.
Hér má kynna sér lög nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla.