- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Sýningin er byggð á vinnu Karenar Ástu Kristjánsdóttur og Rósu Bjarkar Bergþórsdóttur sem skrásettu sögu Femínistafélagsins á seinasta ári. Var skráningin unnin undir handleiðslu Þorgerðar Einarsdóttur, prófessors í kynjafræði, og styrkt af Nýsköpunarsjóði námsmanna. Uppsetning sýningarinnar er styrkt af Hlaðvarpanum.
Sýningarstjóri og hönnuður sýningarinnar er Kolbrún Anna Björnsdóttir og er sýningin hluti af námi hennar í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands. Á sýningunni verður stiklað á stóru í aðgerðum og áhrifum Femínistafélags Íslands síðustu 10 ár. Margt hefur áunnist í jafnréttisbaráttunni þó að enn hafi lokamarkmiðinu ekki verið náð, þ.e.a.s. að félagið verði lagt niður því jafnrétti hafi verið náð.
Femínistafélagið horfir stolt um öxl og einbeitt fram á veginn og býður öll velkomin að minnast merkra stunda, gleðjast yfir góðu starfi og ráða ráðum okkar um hvernig baráttunni verður fram haldið. Sagan er rétt að byrja.
Sýningin verður opin allan mánuðinn.
Hér má sjá boðskort á sýninguna.