- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Evrópuverkefnið FOCUS, Fostering Caring Masculinites heldur lokaráðstefnu sína í Girona, á Spáni, daganna 20.-22. október.
Markmið verkefnisins er að rannsaka og bæta tækifæri karla til að samhæfa atvinnu og fjölskyldulíf í þeim tilgangi að styrkja og ýta undir vilja karla til að taka að sér umönnunarhlutverk. Jafnréttisstofa tekur þátt í verkefninu fyrir hönd Íslands en önnur samstarfslönd eru Noregur, Slóvenía, Spánn og Þýskaland.
Nánari upplýsingar um verkefnið má fá á heimasíðu þess.
Gender Budgeting ráðstefna i Finnlandi
The process towards Inegrating a Gender Perspective in the Budgetary porcess (Gender Budgeting), - the Nordic Experience. Ráðstefnan er haldin í Helsinki daganna 8-9 nóvember.
Nánar má lesa um hana hér.
Fjölskyldan- og velferðarkerfið á Norðurlöndunum - mismunandi leiðir og áhrif þeirra á jafnrétti kynjanna, ráðstefna á Álandseyjum.
Dagana 23.-24. nóvember verður ráðstefnan um fjölskyldustefnu haldin í Maríuhöfn. Kynntar verða niðurstöðu NIKK verkefnisins: ?Skráning og samanburður á vali einstakra Norðurlanda á aðgerðum sem snerta jafnrétti og fjölskylduna. Aðgerðirnar voru rannsakaðar útfrá réttarfarslegum, efnahagslegum og menningarlegum forsendum, einnig verður birt mat á því hvaða leiðir reynast bestar." Nánari upplýsingar eru væntanlegar á heimasíðu NIKK.