- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Miðvikudaginn 10. september litu góðir gestir við á Jafnréttisstofu til að kynna sér starfsemi stofunnar og fræðast um jafnrétti kynjanna. Þetta var hópur kvenna frá Starfsendurhæfingu Norðurlands ásamt Friðbjörgu Jóhönnu Sigurjónsdóttur ráðgjafa og verkefnastjóra.
Hópurinn sat fyrirlestur um staðalmyndir kynjanna þar sem þeirri spurningu var varpað upp hvort kyn skipti máli. Góðar og fjörugar umræður áttu sér stað þar sem skipst var á skoðunum eins og alltaf þegar jafnréttismál ber á góma. Heimsókninni lauk á því að horft var á myndina Mitt verk eða þitt sem fjallar um samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs. Myndina má finna á heimasíðu Hins gullna jafnvægis www.hiðgullnajafnvægi.is ásamt fleiri gagnlegum upplýsingum.