- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Kvenréttindafélag Íslands hefur gefið út skýrslu um hrelliklám. Í skýrslunni er löggjöf ýmissa landa gegn hrelliklámi kynnt og rýnt í viðhorf ungs fólks hérlendis til hrellikláms.Hrelliklám á sér langa forsögu, en nýlega hefur hrelliklámsmálum fjölgað verulega. Viðbrögð við dreifingu hrellikláms hafa verið áberandi, undanfarin ár og hafa ýmis alþjóðleg tölvunarfyrirtæki og samskiptamiðlar þróað sérstakar aðgerðir til að sporna við dreifingu hrellikláms. Á sama tíma hafa ýmsar stofnanir og félagssamtök hérlendis hafið söfnun á upplýsingun er varða umfang og eðli hrelliklámsmála sem á þeirra borð berast.
Skiptar skoðanir eru um hrelliklám meðal ungu kynslóðarinnar. Þátttakendur í tveimur rýnihópum upplifðu mikinn kynslóðarmun á því hvort í lagi væri að senda nektarmyndir. Einnig var algeng sú upplifun þátttakenda að strákar sendu fleiri nektarmyndir en stelpur, en ungar stelpur voru hins vegar oft nefndar sem líklegir brotaþolar hrellikláms.
Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir er höfundur skýrslunnar en hún hlaut stuðning frá Nýsköpunarsjóði námsmanna hjá Rannís. Vigdís Fríða stundar nám í félagsfræði og kynjafræði við Háskóla Íslands.