Styrkir til samstarfsverkefna á Norðurlöndum

Ert þú með hugmynd að norrænu samstarfsverkefni á sviði jafnréttismála? 
Í mars kallar NIKK (Norræn þekkingar- og upplýsingamiðstöð um jafnréttismál) eftir umsóknum til verkefnastyrka en í ár verður  2,7 miljónum danskra króna úthlutað. Norrænu jafnréttisráðherrarnir vilja með þessum sjóði styðja við bakið á norrænu samstarfi sem er hluti af samstarfsáætlun þeirra í jafnréttismálum. Í ár er áhersla lögð  á verkefni sem tengjast þemunum: „Velferð og nýsköpun“ og  „Jafnrétti kynja í opinberu rými“ auk þess sem megin þemu norrænu ráðherranefndarinnar eru einnig í forgangi en þau eru „Sjálfbær þróun með áherslu á fjölbreytileika“ og  „Virkjum karla og drengi til þátttöku í umræðunni um jafnrétti kynja“. 

Eins og áður þurfa þrjú lönd að standa saman að umsókn en verkefni geta verið fjölbreytt t.d. rannsóknir, myndun tengslanets, fræðsla eða ráðstefnur og fundir sem tengjast kynjajafnrétti á Norðurlöndunum. Styrkurinn getur numið allt að 80% af heildar kostnaði verkefnisins. Verkefnin eiga að hefjast haustið 2016 og ljúka fyrir árslok 2017. 


Helstu dagsetningar:
1. mars: Umsóknarferlið er opnað
31. mars: Umsóknarfresturinn rennur út
Maí: Niðurstöður tilkynntar
Maí – júní:  Samningar gerðir við þá sem hljóta styrk 

Nánari upplýsingar um kröfur til umsækenda er að finna á heimasíðu NIKK: http://www.nikk.no/en/calls-for-applications/apply-for-fundings/funding-scheme-2016/