- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Styrkjum til atvinnumála kvenna var úthlutað við hátíðlega athöfn í Bláa lóninu þann 30. apríl síðastliðinn. Alls fengu 33 verkefni styrki að heildarupphæð kr. 35 milljónir. Sjóðnum bárust 239 umsóknir sem ráðgjafarnefnd hefur metið á undanförnum vikum. Ingibjörg Elíasdóttir, lögfræðingur á Jafnréttisstofu, á sæti í ráðgjafanefndinni en nefndin er einnig skipuð fulltrúum frá velferðarráðuneyti, Vinnumálastofnun og Byggðastofnun. Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, afhenti styrkina í ár.
Styrkjum til atvinnumála kvenna hefur verið úthlutað síðan árið 1991. Þáverandi félagsmálaráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir, hafði frumkvæði að styrkveitingunum. Skilyrði styrkveitinga eru þau að verkefni séu í eigu kvenna og feli í sér nýnæmi eða nýsköpun. Ekki er nauðsynlegt að vera með starfandi fyrirtæki til að sækja um styrk og því heimilt að sækja styrk vegna verkefna á byrjunarstigi. Einnig geta þær konur sótt um styrk sem eru að þróa nýjungar innan starfandi fyrirtækja.
Frekari upplýsingar um styrki atvinnumála kvenna er að finna á heimasíðu verkefnisins.