- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Á kvennafrídaginn, föstudaginn 24. október, mun Seyðisfjarðarkaupstaður standa fyrir hádegisverðarfundi á Hótel Öldu, Seyðisfirði. Húsið opnar kl. 11:50 og dagskráin hefst kl. 12.10. Gestum er boðið að kaupa súpu meðan á dagskrá stendur.
Frummælendur á fundinum eru Tinna Halldórsdóttir, Benedikta Guðrún Svavarsdóttir, Hanna Christel Sigurkarlsdóttir, Guðrún Veiga Guðmundsdóttir, Erna Rut Rúnarsdóttir og Gunnhildur Eldjárnsdóttir.
Í frétt á vefsíðu sveitarfélagsins segir að í tilefni dagsins muni Seyðisfjarðarkaupstaður veita konum frí frá klukkan 11.50.