Það er bannað að mismuna - veggspjald

Jafnréttisstofa hefur gefið út nýtt veggspjald um bann við mismunun sem ætlað er að minna á mikilvægi þess að raunverulegt jafnrétti náist en það gerist ekki eingöngu með lagasetningum heldur krefst samtals og skilnings. 

Tilgangurinn er einnig að minna á tvenn ný lög frá 2018, annars vegar um jafna meðferð óháð kynætti og þjóðernisuppruna utan vinnumarkaðar (nr. 85/2018) og hins vegar um jafna meðferð á vinnumarkaði óháð kynþætti, þjóðernisuppruna, trú, lífsskoðun, fötlun, skertri starfsgetu, aldri, kynhneigð, kynvitund, kyneinkennum eða kyntjáningu (nr. 86/2018). Jafnréttislöggjöfin nær því ekki lengur aðeins til laga nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. 

Tilvalið er að hengja veggspjaldið upp í sameiginlegum rýmum starfsfólks og má finna það hér, tilbúið til útprentunar.

Veggspjald 2020 - A4

Veggspjald 2020 - A3

Hönnuður veggspjaldsins er Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir. 

Undirbúningur er hafinn að enskri og pólskri útgáfu af veggspjaldinu. 

 

Hér má svo fræðast nánar um löggjöfina: 

Lög um jafna meðferð einstaklinga óháð kynþætti og þjóðernisuppruna nr. 85/2018