- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Á undanförnum árum hefur kvenprestum fjölgað töluvert á Íslandi en þær hafa þó ekki verið áberandi í valdastöðum innan kirkjunnar. Því var það það söguleg stund þegar sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir fyrsta konan sem var vígð sem sóknarprestur á Íslandi árið 1974 lagði biskupskápuna á axlir sr. Agnesar M. Sigurðardóttur fyrsta kvenbiskups Íslands við vígslu hennar í Hallgrímskirkju síðastliðinn sunnudag.Nú hefur kona einnig verið kjörin sem fyrsti kvenvígslubiskup á Hólum, sr. Sólveig Lára Guðmundsdóttir, prestur á Möðruvöllum í Hörgárdal en hún verður vígð í embætti þann 12. ágúst næstkomandi, á Hólahátíð, af biskupi Íslands.
Með vígslum þessara kvenna eru konur nú í fyrsta sinn í meirihluta kirkjustjórnar þjóðkirkjunnar.
Jafnréttisstofa óskar sr. Agnesi og sr. Sólveigu til hamingju á þessum sögulegu tímamótum.