- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Önnur útgáfa upplýsingaritsins Þinn réttur, mikilvægar upplýsingar fyrir erlendar konur á Íslandi er komin út. Ritið er gefið út af Jafnréttisstofu í samstarfi við Mannréttindaskrifstofu Íslands og styrkt af Progress áætlun Evrópusambandsins. Útgáfan er ætluð erlendum konum á Íslandi og öðrum sem vilja fræðast um lagaleg réttindi og skyldur. Ritið er gefið út á ensku, pólsku, tælensku, spænsku, rússnesku og arabísku, ásamt íslensku.
Meðal þess sem fjallað er um í ritinu er; fjármál, hjónaband, sambúð, þungun, ofbeldi í nánum samböndum – kynferðisofbeldi ásamt mansali og vændi, skilnaðir, kærur til lögreglu, forsjá barna, gjafsókn, umgengnisréttur og dvalarleyfi. Ný útgáfa tekur meðal annars mið af breytingum á barnalögum (nr. 76/2003)
Texti ritsins er unninn af Jafnréttisstofu í samvinnu við Stígamót, velferðarráðuneytið, Útlendingastofnun, Samtök kvenna af erlendum uppruna, Lögregluna á Höfuðborgarsvæðinu, Reykjavíkurborg, Kvennaathvarfið og Fjölmenningarsetur. Prentun annarrar útgáfu var styrkt af innanríkisráðuneyti, Jafnréttisráði og Innflytjendaráði.