Þögul Þjáning

Þann 16. apríl n.k. hefur verið boðað til ráðstefnu í Háskólanum á Akureyri um kynbundið ofbeldi. Ráðstefnan ber yfirskriftina Þögul þjáning og er samstarfsverkefni Jafnréttisstofu og Háskólans á Akureyri. Ráðstefnan sem er öllum opin er kjörinn vettvangur fyrir fagstéttir og alla þá sem vilja leggja sitt að mörkum til að vinna gegn og uppræta kynbundið ofbeldi. Ráðstefnan fer fram í húsakynnum HA frá kl. 09.00-16:30 föstudaginn 16. apríl og ráðstefnustjóri er Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastýra Jafnréttisstofu.
Útsending verður frá ráðstefnunni til Hafnarfjarðar og Ísafjarðar.
Dagskrá ráðstefnunnar má nálgast hér en skráning fer fram á heimasíðu Háskólans á Akureyri

Dagskrá

Kl. 08:30 Afhending ráðstefnugagna og greiðsla þátttökugjalds.

Kl. 09:00 Setning ráðstefnu: Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdarstýra Jafnréttisstofu.
 
Kl. 09:10 „Sannleikurinn gerir mann frjálsan“ Kynferðislegt ofbeldi gegn drengjum:
Sigrún Sigurðardóttir, hjúkrunarfræðingur, MS í heilbrigðisvísindum, doktorsnemi í Lýðheilsuvísindum við HÍ.

Kl. 09:40 Maður, kona, barn: Reynsla kvenna af heimilisofbeldi á meðgöngu:
Ástþóra Kristinsdóttir, hjúkrunarfræðingur, ljósmóðir og meistaranemi við HA.

Kl. 10:10 Er ástæða til að spyrja um ofbeldi á meðgöngu?
Sigríður Sía Jónsdóttir, ljósmóðir MS, lektor við HA og aðjúnkt við HÍ.

Kl. 10:40 Kaffi

Kl. 11:00 Meðferðarúrræði fyrir þolendur kynferðislegs ofbeldis:
Dr.Berglind Guðmundsdóttir, sálfræðingur, Áfallamiðstöð Landspítala.

Kl. 11.30 Þverfagleg meðferðarúrræði fyrir fullorðna þolendur kynferðislegs ofbeldis í æsku:
Turid Kavli, sálfræðingur á meðferðardeild fyrir fullorðna þolendur kynferðislegs ofbeldis í æsku í Betania Malvik í Noregi.

Kl. 12:30 Hádegi

Kl. 13:20 Ofbeldi í nánum samböndum, niðurstöður rannsóknar á gögnum:
Kvennaathvarfsins: Elva Dögg Ásud. Kristinsdóttir ML nemi í lögfræði við HR.

Kl. 13:50 Ungir gerendur, kynning á meðferðarúrræðum:
Anna Kristín Newton, réttarsálfræðingur hjá Fangelsismálastofnun.

Kl. 14:20 Vændi á Íslandi: Gísli Hrafn Atlason mannfræðingur.

Kl. 14:50 Kaffi

Kl. 15:10 Vændi og mansal á Íslandi, dómur í máli Catalina Mikue Ncogo:
Hulda María Stefánsdóttir, aðstoðarsaksóknari hjá embætti Ríkissaksóknara.

Kl. 15.40 „Því ekki að segja frá því sem gerðist?“ Svala Ísfeld Ólafsdóttir, sérfræðingur í refsirétti og afbrotafræði við lagadeild HR fjallar um kynferðisbrot gegn börnum.

Kl.16:10 Ráðstefnulok



Eitt af hlutverkum Jafnréttisstofu samkvæmt lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla 10/2008 er að vinna að forvörnum gegn kynbundnu ofbeldi í samstarfi við önnur stjórnvöld og samtök sem sinna forvörnum á þessu sviði. Þar með hefur kynbundið ofbeldi verið skilgreint sem hluti af jafnréttisbaráttunni en rannsóknir sýna okkur að um átjánhundruð íslenskar konur hafi orðið fyrir ofbeldi af hendi maka eða kærasta árið 2008 og fjórðungur þessara kvenna segjast hafa verið í lífshættu þegar ofbeldið var framið. Á bak við þessar konur er fjöldi barna og unglinga sem þjást vegna ofbeldis sem þau upplifa og verða fyrir inni á eigin heimilum.  Fræðsla er mikilvæg ef takast á að opna umræðuna um þessi viðkvæmu mál. Allir þeir sem koma að uppeldi og umönnun barna þurfa að geta borið kennsl á einkenni ofbeldisins, geta brugðist við ofbeldinu og unnið að forvörnum.

Ráðstefnan er öllum opin.