Til hamingju með daginn!

Opið hús á jafnréttisstofu kl. 13-15. Boðið verður uppá bleikar veitingar í tilefni dagsins.  


Allir velkomnir í spjall og komið og fáið nýútgefin gátlista Jafnréttisstofu og forsætisráðuneytisins Gætum jafnréttis, sem er ætlaður fyrir þá sem eru að vinna að stefnumótun.

Jafnréttisstofa er staðsett að Borgum við Norðurslóð, á annarri hæð.


Í Leiðinni minnum við á glæsilega dagskrá dagsins

- 16:15
Kvennasöguganga undir leiðsögn Kristínar Ástgeirsdóttur, sagnfræðings. Gangan hefst við Kvennaskólann í Reykjavík, gengið verður um Þingholtin og Kvosina og endað á Hallveigarstöðum.
 
- 17:00 Jafnréttisáfanga á Akureyri minnst. Í tilefni þess að 25 ár eru liðin frá því konum fjölgaði umtalsvert í bæjarstjórn Akureyrar og fyrsta konan varð forseti bæjarstjórnar stendur samfélags- og mannréttindaráð Akureyrarbæjar ásamt konum sem voru virkar í Jafnréttishreyfingunni og Kvennaframboðinu fyrir gróðursetningu 25 plantna í Vilhelmínulundi við Hamra. Flutt verða stutt ávörp, settar niður plöntur og boðið upp á kaffi.

- 17:15 Hátíðardagskrá í samkomusal Hallveigarstaða í boði Kvenréttindafélags Íslands, Kvenfélagasambandsins og Bandalags kvenna í Reykjavík. Ávörp flytja Þorbjörg Inga  Jónsdóttir, formaður KRFÍ, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra og Steingerður Steinarsdóttir, ritstjóri 19. júní

- 18:00
Veitingar og kaffispjall á Hallveigarstöðum

- 20:30
Kvennamessa Kvennakirkjunnar í samvinnu við Kvenréttindafélag Íslands og Kvenfélagasamband Íslands. Messan er haldin við þvottalaugarnar í Laugardal

- 21:30
 Femínistapartý Ungliðahóps Femínistafélagsins á Kaffi Cultura, Hverfisgötu