- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Nemendur í 8. bekk í Lundarskóla á Akureyri heimsóttu Jafnréttisstofu í vikunni en þau taka þátt í þróunarverkefninu jafnréttisfræðsla í leik- og grunnskólum. Tilgangur heimsóknar þeirra var að aðstoða starfsfólk Jafnréttisstofu að telja og flokka nýútgefinn bækling um jafnrétti kynjanna. Unga fólkið sýndi jafnréttismálunum mikinn áhuga og hafði sterkar skoðanir hvað varðar jöfn tækifæri drengja og stúlkna.