UNIFEM á Íslandi 20 ára

Afmælishátíðin verður haldin á morgun 25. nóvember í Þjóðleikhúskjallaranum frá kl. 17-19 með fjölbreyttri dagskrá.
Dagskrá

Konur úr Sinfóníuhljómsveit Íslands leika.

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, ávarpar veislugesti.

Ragna Sara Jónsdóttir, formaður UNIFEM á Íslandi, flytur ávarp.

Ólína Þorvarðardóttir kveður rímu.

Viðtal við Kristjönu Millu Thorsteinsson og Sæunni Andrésdóttur stofnendur UNIFEM á Íslandi.

Trúðurinn Gjóla varpar ljósi á Kvennasáttmála Sameinuðu þjóðanna.

Auður Jónsdóttir, skáldkona, flytur ljóð tileinkað UNIFEM.

Lina Mazar segir frá reynslu sinni af því að vera kona í flóttamannabúðum í Írak.

Ellen Kristjánsdóttir og dætur syngja og spila.

Veislustjóri verður Eva María Jónsdóttir og boðið verður upp á léttar veitingar.

Með bestu kveðjum,
UNIFEM á Íslandi