- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Myndrænt yfirlit um stöðu jafnlaunavottunar og jafnlaunastaðfestingar hefur nú verið uppfært miðað við stöðuna í júní 2022. Hlekkur á mælaborð.
Af þeim 414 aðilum sem eiga að hafa hlotið vottun um síðustu áramót hafa 83 enn ekki klárað ferlið. Í ljósi aðstæðna í samfélaginu undanfarin tvö ár fengu aðilar sem áttu að klára ferlið í lok árs 2019 og 2020 ríflegan frest en um þessar mundir fá þeir sem ekki hafa klárað sent bréf um undanfara ákvörðunar um dagsektir.
Jafnlaunavottun var lögfest í júní 2017. Meginmarkmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði.
Hvenær þurfa fyrirtæki og stofnanir að hafa öðlast vottun?
Skv. breytingu á reglugerð nr. 1030/2017 um vottun á jafnlaunakerfum fyrirtækja og stofnana á grundvelli staðlsins ÍST 85 skulu fyrirtæki og stofnanir öðlast vottun sem hér segir:
Fyrirtæki eða stofnanir með 25 til 49 starfsmenn geta valið á milli að fá jafnlaunastaðfestingu eða jafnlaunavottun. Því ferli skal vera lokið í árslok 2022. Opinberar stofnanir, sjóðir og fyrirtæki sem eru að hálfu eða meirihluta í eigu ríkisins og þar sem 25 eða fleiri starfsmenn starfa að jafnaði á ársgrundvelli skulu hafa öðlast vottun eigi síðar 31. desember 2019.
Skýringarmynd á jafnlaunakerfi: