- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Velferðarráðherra úthlutaði í gær styrkjum til atvinnumála kvenna í samræmi við tillögu ráðgjafarnefndar. Alls bárust 245 umsóknir umsóknir um styrki til fjölbreyttra verkefna hvaðanæva af landinu. Ákveðið var að veita styrki til 29 verkefna og hlutu fjögur þeirra hámarksstyrk, þ.e. þrjár milljónir króna.Styrkjum til atvinnumála kvenna hefur verið úthlutað frá árinu 1991 að frumkvæði þáverandi félagsmálaráðherra, Jóhönnu Sigurðardóttur. Þeir eru ætlaðir konum sem vinna að góðum viðskiptahugmyndum og verkefnum. Skilyrði styrkveitinga eru þau að verkefnin séu í eigu kvenna og feli í sér nýnæmi eða nýsköpun. Ekki er nauðsynlegt að vera með starfandi fyrirtæki til að sækja um styrk og því er heimilt að sækja um vegna verkefna á byrjunarstigi en einnig geta þær konur sótt um styrk sem eru að þróa nýjungar í starfandi fyrirtækjum. Unnt er að sækja um styrki til gerðar viðskiptaáætlunar, vegna markaðssetningar, vöruþróunar, hönnunar og vegna launakostnaðar en ekki eru veittir styrkir til framkvæmda eða vegna stofnkostnaðar.
Meðal verkefna sem hlutu styrk að þessu sinni má nefna lyfjaskammtara, afurðir úr geitamjólk, og mysu, omegaolíu, útivistarsokka, gæðavísa fyrir velferðarþjónustu, stuðningsheimili fyrir börn, hitahlífar til útflutnings, hugbúnað fyrir verðandi mæður og feður svo eitthvað sé nefnt.
Með styrkjum sem þessum er verið að stuðla að aukinni fjölbreytni í íslensku atvinnulífi. Fjölmörg ný fyrirtæki hafa litið dagsins ljós sem skapa störf, samfélaginu til hagsbóta. Einnig er styrkveiting sem þessi mikil hvatning fyrir þær sem er ekki síður mikilvæg þegar á hólminn er komið.
Styrkhafar árið 2013