- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Kvenréttindafélag Íslands hefur opnað vefgátt á heimasíðu sinni þar sem erlendir gestir og blaðamenn geta nálgast upplýsingar um stöðu kvenna á Íslandi og jafnrétti kynjanna. Á þessari síðu er að finna lýsingar á og krækjur í greinar og skýrslur um stöðu kvenna og jafnrétti kynjanna á Íslandi sem skrifaðar hafa verið á ensku.Vefgáttina er að finna hér: http://kvenrettindafelag.is/useful-resources/
Kvenréttindafélagið vonar að þessi síða eigi eftir að nýtast vel á komandi árum. Sífellt fleiri erlendir aðilar sýna íslensku starfi í jafnréttismálum áhuga, enda hefur Ísland verið í leiðandi stöðu í mörg ár hvað varðar jafnrétti kynjanna.