- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Með því að lækka hámarksgreiðslur úr kr. 350.000 í kr. 300.000 aukast líkurnar á því að feður nýti ekki lögbundinn rétti sinn til að taka fæðingarorlof í þrjá mánuði. Boðuð lækkun gengur því gegn markmiðum laga um fæðingar- og foreldraorlof og jafnréttislaga. Börn og feður verða af möguleikanum til samvista á fystu mánuðum barnsins og einnig er hætta á því að mæður detti út af vinnumarkaði til lengri tíma þar sem greiðslurnar verða orðnar það lágar að ekki myndi svara kostnaði fyrir þær að fara aftur að vinna, svo kostnaðarsamt er að hafa ung börn hjá dagforeldrum. Jafnréttisstofa hvetur félagsmálaráðherra til að leita annarra leiða til hagræðingar en að auka svo mjög hættuna á mikilli afturför hvað varðar jafnrétti kynjanna.