Vel heppnaður fundur á Húsavík um kosningarétt kvenna

Um 80 manns sóttu opinn fund á Húsavík sl. laugardag í tilefni 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna. Til fundarins boðaði Framsýn, stéttarfélag í samstarfi við Jafnréttisstofu. Kristín Ástgeirsdóttir framkvæmdastýra Jafnréttisstofu fór yfir sögu kosningaréttarins, Valgerður Sverrisdóttir fyrrverandi ráðherra og núverandi ferðaþjónustubóndi deildi reynslu sinni úr heimi stjórnmála, Ósk Helgadóttir varaformaður Framsýnar rakti sögu verkakvenna og Dagbjört Jónsdóttir sveitarstjóri Þingeyjarsveitar fór yfir sviðið í dag. Dagbjört talaði um mikilvægi samræmingar fjölskyldu- og atvinnulífs og sagði tímaleysi og samviskubit vegna fjölskyldunnar helstu óvini sína í starfi sveitarstjóra.

Á milli framsöguerinda var boðið upp á tónlistaratriði. Hólmfríður Benediktsdóttir og Harpa Ólafsdóttir sungu við undirleik Aðalheiðar Þorsteinsdóttur. Systkinin Ruth og Friðrik Marinó Ragnarsbörn fluttu nokkur lög og Edda Björg Sverrisdóttir og vikapiltarnir tóku lagið.

Jafnréttisstofa þakkar Framsýn og fundarmönnum öllum fyrir ánægjulega dagsstund.



Kristín Ástgeirsdóttir


Ósk Helgadóttir


Dagbjört Jónsdóttir


Valgrður Sverrisdóttir