Verkefnið Karlar til ábyrgðar kynnt í Háskólanum á Akureyri

Forsvarsmenn verkefnisins Karlar til ábyrgðar munu kynna verkefnið miðvikudaginn 26. nóv. kl. 12.00 í stofu L201 í Háskólanum á Akureyri. Einnig mun fara fram undirritun samnings um áframhaldandi samstarf við Jafnréttisstofu.Karlar til ábyrgðar (KTÁ) er eina sérhæfða meðferðaúrræðið fyrir karla sem beita ofbeldi á heimilum hér á landi.
 
Saga Karla til ábyrgðar hófst með ráðstefnu sem Karlanefnd Jafnréttisráðs hélt árið 1994. Karlar til ábyrgðar var síðan tilraunaverkefni á árunum 1998-2002, en þá var því hætt sökum fjárhagserfiðleika. Á árunum 1998-2002 komu rúmlega sjötíu karlar í viðtöl hjá KTÁ.

Félagsmálaráðherra skrifaði undir samning um áframhald verkefnisins árið 2006 og er Ingólfur V. Gíslason, lektor við Háskóla Íslands verkefnastjóri verkefnisins. Andrés Ragnarsson og Einar Gylfi Jónsson eru sálfræðingar verkefnisins.


Andrés Ragnarsson og Einar Gylfi Jónsson munu veita nemendum í Myndlistaskólanum á Akureyri viðurkenningar fyrir bestu veggspjöldin sem nemendur hönnuðu í tengslum við 16 daga átakið gegn kynbundnu ofbeldi.  Viðurkenningarnar verða veittar á morgun, miðvikudag kl. 15.00 á Glerártorgi þar sem veggspjöldin hafa verið sett upp.

Frekari upplýsingar um verkefnið Karlar til ábyrgðar eru hér

Allir eru velkomnir.