- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Verkmenntaskólinn á Akureyri var síðastliðinn föstudag fyrsti framhaldsskólinn til þess að fá fræðsluna KÁ - vitinn sem Jafnréttisstofa býður vinnustöðum. Markmið fræðslunnar er að starfsfólk og stjórnendur þekki birtingarmyndir og afleiðingar kynferðislegrar áreitni og fái verkfæri til að vinna gegn slíkri hegðun.
Um er að ræða nýja fræðslu sem ætluð er stjórnendum og öllu starfsfólki á hverjum vinnustað, lögð er áhersla á aukna vitund og kynntar eru leiðir sem vinnustaðir geta nýtt sér til að búa til betra starfsumhverfi og opnari umræðu um málefnið.
„Það sköpuðust fjörugar umræður og fræðsla sem þessi er frábær grunnur að frekari vinnu í jafnréttismálum á vinnustaðnum. Það er mikilvægt að starfsfólk sé upplýst um viðbrögð og áætlanir og þetta er ákveðið spark í rassinn um að yfirfara ferla og tryggja að vinnustaðurinn sé með þessi mál á hreinu.“
Þeir vinnustaðir sem vilja panta KÁ – vitann geta haft samband við Jafnréttisstofu í tölvupósti á jafnretti@jafnretti.is
Einnig má finna námskeiðslýsingu hér.