- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Vestnorræn kvennaráðstefna fer fram mánudaginn 7. júní í Þjóðmenningarhúsinu frá kl. 09:30-16:30.
Á ráðstefnunni verður fjallað um stöðu og völd kvenna í stjórnmálum og atvinnulífi á Vestur-Norðurlöndunum. Ráðstefnan er í boði Ástu R. Jóhannesdóttur, forseta Alþingis, hún er opin öllum áhugasömum og er aðgangur ókeypis.
Dagskrá ráðstefnunnar:
09:30-09.40 Ásta R. Jóhannesdóttir, forseti Alþingis: Opnunarávarp.
Þema 1: Skiptir máli að hafa konur jafnt sem karla á löggjafarsamkundum og í stjórnum fyrirtækja?
09.40-09.55 Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra og samstarfsráðherra Norðurlandanna: Ávarp.
09.55-10:10 Dr. Auður Styrkársdóttir, stjórnmálafræðingur og forstöðukona Kvennasögusafns Íslands: Staða kvenna á Alþingi.
10:10-10.25 Beinta í Jákupsstovu, háskólanum í Færeyjum: Staða kvenna á færeyska Lögþinginu.
10.25-10.40 MarieKatrine Poppel, háskólanum á Grænlandi: Staða kvenna á grænlenska landsþinginu, Inatsisartut.
10.45-11.15 Kaffihlé
11:15-11:30 Marita Rasmussen, forstjóri Samtaka atvinnulífsins í Færeyjum (Føroya Arbeiðsgevarafelag): Staða kvenna á færeyskum vinnumarkaði.
11:30-11:45 Tine Pars, rektor háskólans á Grænlandi: Staða kvenna á grænlenskum vinnumarkaði.
11:45-12:00 Ómar Berg Torfason, greiningasérfræðingur hjá Creditinfo: Staða kvenna á íslenskum vinnumarkaði.
12:00-13:30 Hádegisverðarhlé
Þema 2: Mögulegar og sértækar leiðir til að jafna völd karla og kvenna í stjórnmálum og atvinnulífinu.
13.30-13.45 Bryndís Hagan Torfadóttir, framkvæmdastjóri og stjórnarkona í Félagi kvenna í atvinnurekstri: Tilurð og markmið FKA og samvinna við Samtök atvinnulífsins að jafnréttismálum í atvinnulífinu.
13.45-14:00 Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastýra Jafnréttisstofu: Leiðir til að jafna stöðu kynjanna í stjórnmálum.
14:00-14.15 Lilja Mósesdóttir, formaður viðskiptanefndar Alþingis: Leiðir til að jafna stöðu kynjanna í atvinnulífinu, lög um kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja.
Þema 3: Ábyrgð karlmanna og samfélagsins í að stuðla að og tryggja jafnrétti kynjanna.
14:15-14:30 Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra: Kynjuð hagstjórn.
14.30-14.45 Margrét Pála Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar: Jafnréttisuppeldi.
14:45-14:55 Samantekt erinda: Anna Karlsdóttir og Guðbjörg Linda Rafnsdóttir, HÍ.
14:55-15:45 Pallborðsumræður.
15:45-16:30 Kaffi Fundarstjóri: Ólína Þorvarðardóttir, formaður Íslandsdeildar Vestorræna ráðsins.