- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Hjördís Sigursteinsdóttir, aðjúnkt við Háskólann á Akureyri var með áhugavert erindi í málstofu Viðskiptafræðideildar sl. föstudag þar sem hún fjallaði um einelti og kynbundið ofbeldi á vinnustað. Hjördís kynnti niðurstöður rannsókna á þessu sviði og sagði mikilvægt að auka umræðu um vinnutengt ofbeldi. Bæta þurfi þekkingu starfsfólks og stjórnenda á einelti og kynbundnu ofbeldi og þær alvarlegu afleiðingar sem slík hegðun hefur á heilsu og líðan starfsfólks.
Hjördís er að ljúka doktorsverkefni sínu í félagsfræði við Háskóla Íslands þar sem hún hefur rannsakað líðan og starfstengd viðhorf starfsfólks sveitarfélaga í kjölfar efnahagsþrenginga. Niðurstöður hennar sýna að heilsu starfsfólksins hefur hrakað frá hruni m.a. vegna óvissu og aukins álags í starfi.
Í framhaldinu fékk vinnuumhverfisnefnd Kennarasambands Íslands Hjördísi til að kanna líðan félagsmanna sinna í vinnunni? Spurt var út í einelti, kynferðislega áreitni og kynbundna áreitni. Samkvæmt niðurstöðunum hafa rúmlega 10% félagsmanna orðið fyrir einelti á vinnustað á síðustu tveimur árum, tæp 2% hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni og rúm 3% fyrir kynbundinni áreitni.