- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Aðgerðaviðurkenningar og jafnréttisviðurkenningar Stígamóta árið 2009 voru afhentar þann 25. nóvember sl. Aðgerðaviðurkenningar fyrir árið 2009 voru veittar þeim Rögnu Árnadóttur dómsmálaráðherra, Sigríði Björk Guðjónsdóttur lögreglustjóra á Suðurnesjum, Öldu Hrönn Jóhannsdóttur stjórnanda lögreglurannsóknar hjá lögreglunni og Berglindi Eyjólfsdóttur rannsóknarlögreglukonu sem hafa með samstilltu átaki ráðist í umfangsmiklar rannsóknir til þess að fletta ofan af mögulegu mansalsmáli.
Jafnréttisviðurkenningar fyrir árið 2009 hlutu þær Þórdís Elva Þorvaldsdóttir Bachmann, höfundur bókarinnar Á mannamáli og Fríða Rós Valdimarsdóttir, höfundur skýrslunnar Líka á Íslandi; Rannsókn á eðli og umfangi mansals
Fréttatilkynning Stígamóta