- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Sex þingmenn úr Framsóknarflokki, Samfylkingu og Vinstri hreyfingunni grænu framboði hafa lagt fram frumvarp um að undanþáguheimild til nektarsýninga á veitingastöðum verði felld á brott. Verði frumvarpið að lögum verða nektarsýningar í atvinnuskyni alfarið bannaðar. Einnig verður óheimilt með öllu að gera með öðrum hætti út á nekt starfsmanna eða annarra sem á staðnum eru. Frumvarp sama efnis var lagt fram á síðasta þingi, en fékk ekki afgreiðslu. Flutningsmenn frumvarpsins eru Kolbrún Halldórsdóttir, Árni Páll Árnason, Siv Friðleifsdóttir, Atli Gíslason, Ásta R. Jóhannesdóttir og Þuríður Backman. Frumvarpið ásamt greinargerð má lesa hér.