- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
VR hefur kynnt nýtt verkfæri til að uppræta kynbundið launamisrétti og jafna stöðu karla og kvenna á vinnumarkaði. Jafnlaunavottun VR veitir fyrirtækjum og stofnunum tækifæri til að sýna að launastefna þeirra og mannauðsstjórnun mismuni ekki körlum og konum.VR hefur unnið að þróun Jafnlaunavottunar undanfarin tvö ár en vottunin byggir á nýjum jafnlaunastaðli sem Staðlaráð Íslands gaf út í lok síðasta árs. Forsendur þess að fyrirtæki eða stofnanir innleiði staðalinn eru meðal annars að fyrir liggi mótuð launastefna, að launaviðmið hafi verið ákveðin og að störf séu flokkuð samkvæmt kerfi íslenskrar starfagreiningar, ÍSTARF 95. Með Jafnlaunavottun VR eru viðmiðin sem atvinnurekendur þurfa að uppfylla til að fá vottun skýrð og samræmd samkvæmt viðurkenndri aðferðafræði.
Nú hefur VR opnað sérstaka vefsíðu um jafnlaunavottunina þar sem hægt er að nálgast frekari upplýsingar, leita svara er varða launamisrétti kynjanna og mögulegar leiðir til að útrýma því.