- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Kærunefnd jafnréttismála hefur sent frá sér þrjár nýjar álitsgerðir það sem af er árinu. Varða þær stöðuveitingu, stöðubreytingu og starfslokasamninga. Í öllum tilfellum taldi kærunefndin að ekki hefði verið brotið gegn ákvæðum laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Kærunefndin sendi frá sér fimm álitsgerðir á árinu 2007. Í þremur málum var kært vegna launamismununar, en tvö mál fjölluðu um fæðingarorlof og stöðuveitingu. Taldi nefndin að jafnréttislög hefðu verið brotin í tveimur tilvikum. Álitsgerðir kærunefndarinnar má nálgast hér.