- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Steinunn Valdís Óskarsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, mælti á Alþingi í gær fyrir þingsályktunartillögu sinni um nýtt starfsheiti fyrir ráðherra. Í tillögunni segir að starfsheitum í hefðbundnum kvennastéttum hafi verið breytt til þess að bæði kynin geti borið þau. Því eigi einnig að breyta starfsheitum í hefðbundnum karlastéttum, enda eigi ráðherraembætti ekki að vera eyrnamerkt körlum. Jafnframt segir í tillögu Steinunnar að orðið ráðherra beri þess merki að æðsta stjórn landsins hafi verið í höndum karla, enda hafi engin kona gegnt embættinu frá stofnun lýðveldisins og fram til ársins 1970. Hún bendir á að í öðrum löndum séu notuð kynhlutlausari orð yfir þetta embætti, eins og orðin secretary í enskumælandi löndum og minister á Norðurlöndunum. Hægt er að lesa tillöguna hér.