- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Ný landsstjórn var kynnt í Færeyjum um helgina, en að henni standa Jafnaðarmannaflokkurinn, Þjóðveldisflokkurinn og Miðflokkurinn. Af átta ráðherrum eru nú þrjár konur. Það er mikil breyting frá fyrri landsstjórn, sem var eingöngu skipuð körlum. Konum fjölgaði talsvert á færeyska Lögþinginu í kosningunum sem fóru fram í síðasta mánuði. Aðeins þrjár konur sátu á síðasta þingi, en nú eru þær sjö af 33 fulltrúum eða 21%. Þingkosningarnar í janúar voru þær fyrstu eftir að landið varð eitt kjördæmi.