16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi

Alþjóðlegt 16 daga átak Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi hefst í dag 25. nóvember. Á Akureyri standa Zontaklúbbarnirá Akureyri fyrir ljósagöngu sem leggur af stað frá Akureyrarkirkju klukkan 17:00 í dag. Gengið verður niður á Ráðhústorg þar sem sem göngufólk tekur höndum saman gegn ofbeldi.

Dagskrá 16 daga átaksins á Akureyri.


Dagskrá 16 daga átaksins á Akureyri.

Þriðjudagur 29. nóvember frá kl. 12:00 – 13:00.

„Umfjöllun um kynferðisbrot – hvar liggja mörk fjölmiðla?“
Þórunn Elísabet Bogadóttir aðstoðarritstjóri Kjarnans veltir fyrir sér hvar mörk fjölmiðla liggja þegar fréttir eru fluttar af kynferðisofbeldismálum og ræðir við áheyrendur um efnið.

Fyrirlesturinn er í anddyri Borga við Norðurslóð á Akureyri.

Miðvikudagur 7. desember 17:00 – 20:30.

Opið hús hjá Aflinu Gamla spítalanum Aðalstræti 14 Akureyri.
Aflið, samtök gegn kynferðis- og heimilisofbeldi, býður heim og kynnir starfsemi sína. Flutt verða erindi, söng- og tónlistaratriði.

Opna húsið er í Gamla spítalanum Aðalstræti 14 Akureyri.

Fimmtudagur 8. desember frá kl. 12:00 – 13:00.

Úttekt á verkferlum í kynferðisbrotamálum.
María Rut Kristinsdóttir sérfræðingur í Innanríkisráðuneytinu flytur erindi þar sem hún fer yfir greiningu á bættum verkferlum í kringum nauðgunarmál í réttarvörslukerfinu.

Fyrirlesturinn er er í anddyri Borga við Norðurslóð á Akureyri.