- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Dagskrá 16 daga átaksins á Akureyri er komin í loftið. Upphafsdagurinn 25. nóvember er alþjóðlegur baráttudagur gegn ofbeldi gegn konum. Lokadagurinn 10. desember er alþjóðlegi mannréttindadagurinn. Dagsetningarnar tengja saman á táknrænan hátt ofbeldi og mannréttindi.
Dagskrána á Akureyri má finna hér.
16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi er með facebook-síðu sem ætlað er að veita upplýsingar um átakið á meðan á því stendur ár hvert. Mannréttindaskrifstofa Ísland heldur utan um 16 daga átakið á Íslandi, til að fá nánari upplýsingar um átakið má senda póst á info[at]humanrights.is
16 daga átak hefur frá árinu 1991 unnið að því að draga kynbundið ofbeldi fram í dagsljósið sem mannréttindabrot. Hópar og samtök um allan heim nýta átakið til að krefjast aðstoðar og stuðnings til handa fórnarlömbum ofbeldis, til að styrkja forvarnastarf og þrýsta á um breytingar á löggjöf til að bæta réttarstöðu þolenda. Þá hefur átakið verið nýtt til að stuðla að því alþjóðlegum mannréttindareglum sé beitt til að vinna gegn kynbundu ofbeldi sem mannréttindabroti, heilbrigðisvandamáli og ógn við mannfrelsi og frið um allan heim.