16 dagar Í 16 ár: eflum mannréttindi - stöðvum ofbeldi gegn konum

Þann 25. nóvember verður 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi ýtt úr vör í 16 sinn. Þetta er alþjóðlegt átak sem miðar að því að draga kynbundið ofbeldi fram í dagsljósið sem mannréttindabrot. Hópar og samtök um allan heim hafa nýtt átakið til að krefjast aðstoðar og stuðning fyrir fórnarlömb ofbeldis.


Einnig hefur það styrkja forvarnastarf og þrýst á um breytingar á löggjöf til að bæta réttarstöðu þolenda. Átakið hefur verið nýtt til að því að stuðla að alþjóðlegum mannréttindareglum sé beitt til að vinna gegn kynbundu ofbeldi sem mannréttindabroti, heilbrigðisvandamáli og ógn við mannfrelsi og frið um allan heim.

Alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi má rekja aftur til ársins 1991. Dagsetning átaksins, frá 25. nóvember, alþjóðlegum baráttudegi gegn kynbundnu ofbeldi, til 10. desember, hins alþjóðlega mannréttindadags, var valin til að tengja á táknrænan hátt kynbundið ofbeldi og mannréttindi. Tímasetningin var einnig valin til að leggja áherslu á mannréttindabrotin sem felast í slíku ofbeldi.

Yfirskrift átaksins er í ár: 16 dagar Í 16 ár: eflum mannréttindi - stöðvum ofbeldi gegn konum. Átakið er það tileinkað mannréttindafrömuðum sem hafa átt þátt í 16 daga átaki og þeim sem hafa þurft að þola ofsóknir og ofbeldi vegna starfs síns að jafnréttismálum og jafnvel látið lífið. Í ár verður litið yfir farinn veg og þess minnst hvaða árangur hefur náðst í baráttunni gegn kynbundu ofbeldi um allan heim ásamt því að endurskoða hvaða leiðir eru best fallnar til að halda baráttunni áfram.

Hér á landi standa á fjórða tug íslenskra samtaka og stofnana sameiginlega að átakinu. Markar morgunverðarfundur UNIFEM föstudaginn 24. nóvember upphafið á átakinu. En hann verður bæði í Reykjavík og á Akureyri. Í 16 daga mun fjöldi aðila og samtaka sem lætur sig málefnið varða standa fyrir margvíslegum viðburðum til að vekja athygli almennings á orsökum og afleiðingum kynbundins ofbeldis.

Nánari upplýsingar um atburði átaksins munu koma inn á atburðadagatal Jafnréttisstofu.