- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Þann 25. nóvember, á alþjóðlegum baráttudegi gegn ofbeldi gegn konum, hófst sextán daga átak gegn kynbundnu ofbeldi. Átakinu lauk þann 10. desember, á alþjóðlega mannréttindadeginum. Dagsetningarnar tengja því saman, á táknrænan hátt, kynbundið ofbeldi og mannréttindi. Markmið átaksins er að knýja á um afnám alls kynbundins ofbeldis og hvetja til opinnar umræðu og vitundarvakningar meðal almennings. Kynbundið ofbeldi er ein af verstu birtingarmyndum kynjamisréttis og fyrirfinnist í öllum samfélögum, þar á meðal á Íslandi. Bæði konur og karlar upplifa kynbundið ofbeldi, en konur og stúlkur eru meirihluti þeirra sem verða fyrir slíku ofbeldi.
Í ár er yfirskrift 16 daga átaksins að stöðva kynbundið ofbeldi á vinnustöðum. Umræða um kynbundið ofbeldi á vinnustöðum er þörf í samfélaginu ef marka má fyrstu niðurstöður úr rannsókninni Áfallasögur kvenna sem birtar voru í mars á þessu ári. Þar kemur fram að ein af hverjum þremur konum hefur orðið fyrir kynferðislegri áreitni eða ofbeldi í starfi eða námi.
Frá 25. nóvember til 10. desember birti Fréttablaðið grein á hverjum degi sem skrifaðar voru til að vekja athygli á þema átaksins. Lesa má þær allar hér að neðan.
Þrífst kynbundið ofbeldi á þínum vinnustað? Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi.
Skilaboðin í launaumslaginu. Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands.
Stéttarfélög veita stuðning gegn kynbundnu ofbeldi. Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM.
Það er ekki annarra að ákveða hvar mörkin liggja. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.
Vinnuumhverfi án áreitni og ofbeldis. Katrín Björg Ríkarðsdóttir, framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu.
Í skotgröfum vinnumarkaðarins. Shelagh Smith, stjórnarmeðlimur W.O.M.E.N - Samtök kvenna af erlendum uppruna.
Nei, við erum ekki búin að afgreiða #MeToo. Tatjana Latinovic, formaður Kvenréttindafélags Íslands.
Fallegi kjóllinn er búinn til úr svita okkar og tárum. Jenný Jóakimsdóttir, starfsmaður Kvenfélagasambands Íslands.
Skaðleg skólamenning? Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, forkona Jafnréttisnefndar Kennarasambands Íslands.
Átak gegn kynbundnu misrétti. Aðalbjörg J. Finnbogadóttir, verkefnastjóri Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.
Öruggt starfsumhverfi er málefni okkar allra. Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands.
Vinnustaðir sem vettvangur í baráttunni gegn heimilisofbeldi. Hildur Guðmundsdóttir, starfandi framkvæmda- og fræðslustýra Kvennaathvarfsins.
Að mæta þolendum þar sem þeir eru staddir. Sigurbjörg Harðardóttir, verkefnastjóri Aflsins.
Um sýnilegu börnin. Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta.
Ofbeldi varðar okkur öll. Geir Finnsson, varaborgarfulltrúi Viðreisnar og sat í stýrihópi sem endurskoðaði stefnu borgarinnar um einelti, ofbeldi og áreitni á vinnustöðum.
Áföll, ofbeldi og áfallamiðuð nálgun. Sigrún Sigurðardóttir, dósent við Háskólann á Akureyri og formaður fagráðs Bergsins headspace.