- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Hvaða árangri hefur samþætting kynjasjónarmiða (e. Gender Mainstreaming) skilað fram til þessa? Hefur innleiðing samþættingar leitt til aukins jafnréttis? Á hvaða sviðum hefur samþætting virkað og hvar ekki? Hversu vel hefur okkur tekist að nýta hugmyndafræði samþættingar og þau verkfæri sem hún hefur alið af sér? Hvaða kostir og gallar hafa komið í ljós, m.a. ef horft er til samtvinnunar (e. intersectionality) við aðrar víddir jafnréttis? Á þessu ári eru 20 ár frá því að samþætting var formfest á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og því kalla Jafnréttisnefnd HÍ og Jafnréttisstofa til fólk með reynslu og þekkingu á sviðinu til að taka púlsinn á samþættingu.Erindi flytja þau Auður Magndís Auðardóttir, félagsfræðingur og framkvæmdastýra Samtakanna '78, Gréta Gunnarsdóttir, sendiherra mannréttindamála, Hjálmar G. Sigmarsson, kynjafræðingur, ráðgjafi og aktívisti, og Hugrún R. Hjaltadóttir, kynjafræðingur og sérfræðingur á Jafnréttisstofu.
Fundarstjóri er Arnar Gíslason, kynjafræðingur og jafnréttisfulltrúi HÍ.
Málþingið fer fram föstudaginn 9. október kl. 14-16, á Litla torgi (Háskólatorgi við Háskóla Íslands) og verður tími fyrir umræður og spurningar að erindum loknum. Boðið verður upp á léttar veitingar að málþingi loknu.