8. mars alþjóðlegur baráttudagur kvenna

8. mars, alþjóðlegur baráttudagur kvenna er 100 ára í ár. Af því tilefni verða ýmsir viðburðir á dagskrá hér á landi og erlendis.
Jafnréttisstofa er einn margra aðila sem standa að hádegisverðarfundi á Grand Hóteli-Reykjavík frá kl. 11:45-13:00 í tilefni dagsins en yfirskrift hans er Frelsi til fjölskyldulífs! Samræming fjölskyldu- og atvinnulífs.
Dagskrá fundarins má nálgast hér.


Á Akureyri verður Jafnréttisstofa með opið hús frá kl.11:30-13:30 og í boði verða léttar veitingar.
Síðar um daginn standa Jafnréttisstofa og Akureyrarakademían fyrir upplestri úr jafnréttislögunum og áföngum á leið til jafnréttis. Dagskráin fer fram í versluninni Eymundsson frá kl. 16.15-17:00 og munu fulltrúar stjórnmálaflokkanna í bænum, rektor Háskólans á Akureyri, skólastjórnendur í VMA og MA, jafnréttisfulltrúi bæjarins og nemendur úr grunnskólum bæjarins sjá um upplesturinn.


SFR stendur fyrir ráðstefnu á Akureyri undir yfirskriftinni Jöfn staða kynjanna er forsenda farsældar en þetta er fyrsta ráðstefnan í ráðstefnuröð SFR árið 2010. Ráðstefnan verður haldin í Rósenborg frá kl. 13:00-16:00. 
Nánari upplýsingar um ráðstefnuna má nálgast hér.


Við getum betur er yfirskrift dagskrár sem fjöldi samtaka bjóða upp á í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur í tilefni dagsins en hún stendur yfir frá kl.17-18:30.
Nánari upplýsingar um dagskrána má nálgast hér.


Stígamót eru 20 ára þann 8. mars og verða með ráðstefnu í tilefni þess þriðjudaginn 9. mars. Ráðstefnan ber yfirskriftina Nauðganir og viðbrögð samfélagsins við þeim

Ráðstefnan fer fram á Grand hóteli frá kl. 13-17.
Fundarstýra er Guðrún Agnarsdóttir.

Nánari upplýsingar um ráðstefnuna má nálgasthér.