- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Á vef Reykjavíkurborgar er hægt að nálgast nýútkomna áfangaskýrslu stýrihóps um kynjaða fjárhags- og starfsáætlunargerð á vegum borgarinnar en innleiðingavinna á kynjaðri fjárhags- og starfsáætlunargerð hjá Reykjavíkurborg hófst árið 2010. Skýr stefna borgaryfirvalda og stuðningur við verkefnið hefur orðið til þess að skapast hefur dýrmæt þekking á nýjum vinnubrögðum og nýrri aðferðafræði. Áfangaskýrslan er mjög gott dæmi um hvernig sveitarfélög geta beitt kynjasjónarhorni á sína starfsemi á hinum ýmsu sviðum.Í skýrslunni er m.a. gerð grein fyrir vinnu stýrihóps verkefnisins fram til nóvemberbyrjunar 2012 en á þessum tíma fór fram vinna við tilraunaverkefni sem eru þungamiðja í innleiðingarferlinu.
Tilraunaverkefnin voru 16 talsins, þau voru mjög fjölbreytt en alls komu 69 starfsmenn borgarinnar að þeirri vinnu.
Tilraunaverkefnin í kynjaðri fjárhags- og starfsáætlunargerð hjá borginni sýna m.a. að fleiri konur en karlar nota samráðsvefinn Betri Reykjavík. Fleiri karlar en konur sækja sundlaugar Reykjavíkur og fleiri konur en karlar sækja um styrki til Menningar- og ferðamálaráðs.
Áfangaskýrsluna og nánari frétt um verkefnin má nálgast á vef Reykjavíkurborgar.