- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Við undirbúning fjárlagafrumvarpsins skiluðu ráðuneyti í fyrsta skipti jafnréttismati með fjárlagatillögum sínum. Áhrif á jafnrétti eru þannig orðin hluti af ákvarðanatöku við fjárlagagerð. Lagt var mat á áhrif mikils meiri hluta ráðstafana í frumvarpinu á jafnrétti og er stærstur hluti þeirra talinn stuðla að jafnrétti kynjanna en stór hluti er talinn viðhalda óbreyttu ástandi. Lítill hluti ráðstafana er talinn líklegur til að auka kynjabil, segir í tilkynningu frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu.
Við greininguna fyrir jafnréttismatið byggðu ráðuneytin m.a. á mati á stöðu kynjanna á málefnasviðum ríkisins sem birtist í stöðuskýrslu um kortlagningu kynjasjónarmiða fyrr á þessu ári auk annarra opinberra gagna.
Nánari upplýsingar um fjárlagafrumvarpið má finna hér.