- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Lagadeild Háskóla Íslands stendur fyrir ráðstefnu um jafnrétti og bann við mismunun í samvinnu við Mannréttindaskrifstofu Íslands. Ráðstefnan fer fram í fyrirlestrarsal
Þjóðminjasafns Íslands dagana 26. og 27. október nk.
Á ráðstefnunni verða kynntar niðurstöður rannsóknar á vegum lagadeildar Háskóla Íslands á þeirri vernd sem íslensk löggjöf veitir einstaklingum gegn mismununá grundvellikynþáttar og þjóðernisuppruna, aldurs, fötlunar, kynhneigðar og trúar í ljósi jafnréttislöggjafar Evrópusambandsins.
Einnig munu erlendir sérfræðingar í jafnréttislöggjöf Evrópusambandsins fjalla um helstu álitaefni á þessu sviði innan sambandsins.
Flutt verða 15 mismunandi erindi sem snerta fjölbreyttar hliðar jafnréttislöggjafar.
Fundarstjórar:
Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands og
María Thejll, forstöðumaður Lagastofnunar Háskóla Íslands
Ráðstefnan er án endurgjalds og opin öllum.
Fyrirlestrarnir fara fram á ensku.
Dagskrá ráðstefnunnar